Algjörlega tilgangslaust

Leigutakar hagnast ekkert á húsaleigubótum. Það gera hins vegar húseigendurnir sjálfir. Þannig er ekki verið að auka jöfnuð með þessari aðgerð heldur þvert á móti auka hann.

Ímyndið ykkur íbúðareiganda sem er með húsnæðið sitt í útleigu. Þegar hann fréttir af þessari hækkun húsaleigubóta mun hann að sjálfsögðu hækka húsaleiguna! Að veita styrki til leigutaka er ekkert annað en að auka fjölda þeirra og auka eftirspurnina þar með eftir húsnæði til leigu. Þá mun húsaleiguverð hækka.

Það skemmtilega við þetta er að ekki aðeins húsnæðisleigan sjálf hækkar heldur húsnæðisverðið sjálft líka. Það sem ákvarðar hvort þú munt selja eða leigja út íbúðina þína er hvort þú færð meiri arð henni með því að leigja hana út eða með því að selja hana og ávaxta andvirði hennar í öðru formi. Þar með, ef verið er að hækka húsnæðisleiguverð, eins og mun gerast nú í framhaldinu af þessari auknu veitingu húsaleigubóta, mun húsnæðisverðið líka hækka því þá mun íbúðareigandinn heimta hærra verð fyrir íbúðina ef hann ætlar að selja hana í stað þess að leigja hana út.

Það sem ætti að gera er að hætta að veita húsaleigubætur! Þá myndi húsnæðisverð lækka, verðbólga lækka líka þar með, afborganir lána þar með líka. Jöfnuður myndi aukast því ekki væri verið að flytja fé frá ríkissjóði í vasa húsnæðiseiganda (með stuttu stoppi hjá leigutökum) sem eru að öllu jöfnu ríkari en þeir sem eru að leigja af þeim húsnæðið og ungt fólk, sem væri að leigja, gæti bæði ráðið frekar við að kaupa eða leigja húsnæðið sem það vil því leigu- og húsnæðisverð myndi lækka. Síðast en ekki síst væri hægt að lækka skatta því útgjöld ríkisins myndu minnka og þar með hægt að efla atvinnulífið enn frekar með lækkun skatta... nú eða hækkun persónuafsláttar ef þið viljð það frekar.

Og þegar búið er að hækka persónuafsláttinn hjá leigutakanum þá er hann líklega betur settur en ef hann fengi húsaleigubæturnar beint.

Þannig að: hættum að veita húsaleigubætur!


mbl.is Húsaleigubætur hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

unglingur

Höfundur

unglingur
unglingur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 165

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband