Færsluflokkur: Bloggar

Algjörlega tilgangslaust

Leigutakar hagnast ekkert á húsaleigubótum. Það gera hins vegar húseigendurnir sjálfir. Þannig er ekki verið að auka jöfnuð með þessari aðgerð heldur þvert á móti auka hann.

Ímyndið ykkur íbúðareiganda sem er með húsnæðið sitt í útleigu. Þegar hann fréttir af þessari hækkun húsaleigubóta mun hann að sjálfsögðu hækka húsaleiguna! Að veita styrki til leigutaka er ekkert annað en að auka fjölda þeirra og auka eftirspurnina þar með eftir húsnæði til leigu. Þá mun húsaleiguverð hækka.

Það skemmtilega við þetta er að ekki aðeins húsnæðisleigan sjálf hækkar heldur húsnæðisverðið sjálft líka. Það sem ákvarðar hvort þú munt selja eða leigja út íbúðina þína er hvort þú færð meiri arð henni með því að leigja hana út eða með því að selja hana og ávaxta andvirði hennar í öðru formi. Þar með, ef verið er að hækka húsnæðisleiguverð, eins og mun gerast nú í framhaldinu af þessari auknu veitingu húsaleigubóta, mun húsnæðisverðið líka hækka því þá mun íbúðareigandinn heimta hærra verð fyrir íbúðina ef hann ætlar að selja hana í stað þess að leigja hana út.

Það sem ætti að gera er að hætta að veita húsaleigubætur! Þá myndi húsnæðisverð lækka, verðbólga lækka líka þar með, afborganir lána þar með líka. Jöfnuður myndi aukast því ekki væri verið að flytja fé frá ríkissjóði í vasa húsnæðiseiganda (með stuttu stoppi hjá leigutökum) sem eru að öllu jöfnu ríkari en þeir sem eru að leigja af þeim húsnæðið og ungt fólk, sem væri að leigja, gæti bæði ráðið frekar við að kaupa eða leigja húsnæðið sem það vil því leigu- og húsnæðisverð myndi lækka. Síðast en ekki síst væri hægt að lækka skatta því útgjöld ríkisins myndu minnka og þar með hægt að efla atvinnulífið enn frekar með lækkun skatta... nú eða hækkun persónuafsláttar ef þið viljð það frekar.

Og þegar búið er að hækka persónuafsláttinn hjá leigutakanum þá er hann líklega betur settur en ef hann fengi húsaleigubæturnar beint.

Þannig að: hættum að veita húsaleigubætur!


mbl.is Húsaleigubætur hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignarhald breskra fjölmiðla

Erlendir aðilar og fjölmiðlar hafa verið duglegir upp á síðkastið að koma með neikvæðar fréttir af efnahagsástandinu hérlendis. Þar sem íslenskir blaðamenn eru því miður ekki allir með viðskipta- eða hagfræðimenntun (þeim er vonandi að fjölga) þá er e.t.v. eðlilegt að slíkar fréttir séu að einhverju leyti þýddar á okkar ástkæra ylhýra. Það gefur hins vegar oft ekki réttu myndina af ástandinu eins og hún er.

Ég ætla ekki að eyða þessu bloggi í því að lýsa því hvernig staðan er en fólk má vita að þetta er ekki jafnslæmt og það virkilega er. Það er e.t.v. gallinn við þetta, fólk trúir því sem fjölmiðlar segja því en leggur ekki upp í vinnuna að skoða málin sjálft. Þetta gildir að sjálfsögðu, og jafnvel einkum, um erlenda aðila og fjárfesta. Þannig, með nægilega miklu neikvæðu fréttaflæði, fara erlendir aðilar að trúa því virkilega sem er skrifað um í fjölmiðlum. Og þá fyrst verður staðan jafnslæm og lýst er - nokkuð sem kallað er spádómur sem rætist af sjálfu sér (e. self-fulfilling prophecy).

Mig hefur lengi langað til að vita eignarhald breskra fjölmiðla og því eyddi ég loksins 10-15 minútum í því að leita að því. Þar lærði ég að Telegraph samsteypan (Daily, Sunday og Weekly Telegraph) eru allar í eign Media Holdings. Það ágæta fyrirtæki á nokkur önnur blöð s.s. Spectator og Spectator Business. Tvíburabræður eiga Media Holdings og þeir eru mjög víðfemir á sviði smásöluverslana, fjölmiðla og eignamiðlana (property á ensku, vonandi rétt skilið hjá mér).

Það sem mér fannst forvitnilegt var að HSBC bankinn í Bretlandi, einn af stærstu bönkum Evrópu, aðstoðaði (lánaði) þá bræður við að koma sínu veldi á koppinn og á HSBC 5% hlut í fjárfestingafélagi þeirra bræðra, LW Investments. Var einhver að tala um að íslensku bankarnir væru þeir einu sem gerðu þetta? "Íslenska" módelið hvað?

Eitthvað segir mér að þessir ágætu bræður séu ekkert alltof ánægðir með viðskiptagengi Íslendinga. Tilvist Baugs í breskri smásölu og gott gengi IceSave Landsbankans í Bretlandi hefur sjálfsagt gert flest annað en aukið hagnað LW Investments. Skyldi eignarhald HSBC skipta einhverju máli? Að sjálfsögðu!

Eftir að ég lærði þetta mun ég alltaf setja spurningamerki, stærra en áður, við fréttir breskra fjölmiðla af íslensku efnahagslífi. Mæli með að þið gerið slíkt hið sama!

Gleðilega páska. 

Leiðrétting: Rétt er að taka það fram að LW Investments var sameinað Shop Direct sem saman mynduðu Littlewoods Shop Direct Home Shopping Ltd. sem á "stóran hlut í verslanamarkaði Bretlands" (e. operates a majority share of the United Kingdom's home shopping market). Heimildir mínar eru wikipedia og mediauk.


mbl.is Eitraður vogunarsjóður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Róið ykkur

Hér er væntanlega miðað við verðlag. Gott og vel. Hvernig væri að athuga laun líka? Skjátlist mér ekki hrapallega erum við nálægt toppnum hvað varðar útborguð laun og hvað varðar kaupmátt þeirra (þrátt fyrir hátt verðlag) erum við mjög ofarlega. Þannig verður verðlagssamanburður milli landa gagnslaus ef horft er á verðlag eitt og sér. Come on!

Veltið líka fyrir ykkur muninum á löndunum í topp 20 og bottom 20 áður en þið byrjið að jagast. Rétti svo upp hendi sá sem er alveg handviss um að hann vill heldur búa í einhverju bottom 20 landanna heldur en einhverju af topp 20 löndunum. Kalliði mig fáfróðan en ég veit ekki einu sinni hvar í heiminum Tadsjikistan er! En jújú það er örugglega sól oftar þar en hér. Svo kostar mjólkulítrinn bara 20kr.... þ.e.a.s. þegar hann er til! 


mbl.is Dýrast að búa á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa skrifuð frétt

Mig langar nú til að vita meira en bara það sem kemur fram í þessari frétt s.s. hvernig þetta sé mælt. Er tekið tillit til ferðamanna sem hlutfallslega eru langmestir hérlendis miðað við fjölda íbúa (veldur aukningu á drukknum lítrum á hvern landsmann og er aukningin mest hjá þeim þjóðum þar sem ferðamenn eru hlutfallslega flestir)? Er tekið tillit til hvernig áfengi er drukkið þ.e. bjór, léttvín eða sterkt áfengi á borð við vodka, brennivín o.s.frv.? Líka skemmtileg áróðursgildi að benda á að neyslan hafi aukist mest hér. Varla ætti það að koma nokkrum manni á óvart. Fólksfjölgun aldrei verið meiri, sérstaklega á þeim aldri sem neytir helst áfengis, og svo er jú staðreynd að prósentuaukning er alltaf auðveldust fyrst þegar grunnurinn er lítill (absolút aukningin frá 2 í 3 er 1 alveg eins og frá 100 í 101... samt er aukningin hlutfallslega miklu meiri frá 2 í 3). Við vitum ekkert um það hvaða þjóð bætti mest í drykkjuna í lítrum talið, bara tekið fram að hlutfallslega hafi aukningin verið mest hjá Íslendingum... fáránlegt!

Fyrir þá sem ekki hafa reiknað það út þegar þá er þetta nú í sjálfu sér ekki svo mikið. Ef hver Íslendingur drekkur 7,1 lítra á ári (hvernig svo sem það er fundið út...) þá nær það ekki einu sinni einum bjór á dag (ca. 75% af einum bjór á dag, 5,0% að styrkleika). Til samanburðar má nefna að hjón sem skipta drekka tvær flöskur af rauðvíni saman á viku (seint skal það teljast glæpur...) slaga langleiðina í meðaláfengismagnið sem nefnt er í fréttinni. Einhvern tímann var sagt að rauðvínsglas á dag væri hollt fyrir hjartað. Það er ekki fjarri því magni sem Íslendingar drekka.

Endilega leyfum sölu LÉTTVÍNA og bjórs í matvöruverslunum. Íslendingar eru hægt og rólega að byrja að læra að njóta áfengis, vodkinn, sprittið og landinn eru á undanhaldi miðað við það sem áður var. Ég treysti okkur ágætlega til þess að velja sjálf hvað við drekkum, ríkið á ekki að hindra okkur í að velja það.


mbl.is Áfengisdrykkja jókst mest á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Everything is worth what its purchaser will pay for it...

Sé fasteignaverð svona hátt þá er það bara svona hátt. Ekki er hægt að kenna bönkunum um að þeir hafi ýtt því upp. Ekki heldur fasteignasölunum. Fólk ákvað bara að kaupa fasteignir og verðið hækkaði!
mbl.is Meðaltekjur duga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

unglingur

Höfundur

unglingur
unglingur

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband